21.4.2009 | 21:41
Góða Kvöldið:)
Góða Kvöldið allir saman Hvað segiði gott í kveld?Það er mjög lítið að frétta af mér.Hef bara verið á fullu að undirbúa mig undir próf og vinna
sem er rosalega fínt sko
Svo á morgun er liðið hérna heima að fara á Andrés Andarleikana, og ég verð ein heima.. jeii...
Get nú ekki sagt það að mér finnist gaman að vera ein heima
Finnst það bara hundleiðinlegt... eins gott að Friðrik Bróðir verði duglegur hérna líka á kvöldin og svona svo maður verði ekki einum of einmanna!!! hehe
En jáhh þetta er fínt, maður hefur þá frið til að læra hehe , Maður verður að vera duglegur að læra, það fer að styttast í prófin... byrja 5-6 maí og það verður stuuuð.... er í stanslausum prófum og fæ hvað í mestalagi 2-3 daga pásu milli prófa og svo bara stanslaust.. það verður nó að læra
Það er bara fínt, vonandi að ég nái þessu bara:) sem ég ætla mér reyndar hehe
Svo er planið hjá mér að fara á Höfn eftir prófin, svona áður en maður byrjar í nýju vinnunni, semsagt uppá Sjúkrahúsi í ræstingunum
hehe.. þá ætla ég að taka langa helgi frí, ætla mér að fara á Höfn 27 eða 28 á Höfn og koma heim 31, fínt að kíkja á pabba gamla smá, og ætla mér að reyna að draga Friðrik bróðir með
það verður bara gaman sko
jájá.. þetta verður bara gaman.
En jáhh.. ég veit ekki hvað ég á að blogga hérna um meira.. það er svosem ekkert mikið að ske... Ég held ég segi þetta bara gott í bili
Enjoy
Endilega Commentið
7.4.2009 | 13:58
Jæjaaa....
Jæja þá ætla ég að fara að reyna að vera duglegri að blogga... ætli ég haldi ekki bara þessari síðu... nenni aldrei að nota hina hehe... en allavena held það sé bara ráðlagt að fara að blogga aðeins og svona,,minnka aðeins notkun Facebook hehe maður er bara alltaf inná því og gleymir því að maður á blogg síðu:) En það sem er búið að vera í gangi hjá mér er afskaplega lítið skal ég segja ykkur.... maður er bara búin að vera í skólanum á fullu og vinna:) en núna er maður eiginlega bara að vinna og slappa af... mín komin í páskafrí:P bara nice skal ég segja ykkur;) en jáh, það er ekkert mikið að frétta af mér. Er reyndar alveg að verða kominn inní hestamennskuna:P maður er á fullu með Aleksöndru á hestbaki og uppí hesthúsi:P bara gaman... fór í dag og það var reyndar ekkert skemmtilegt veður til að vera á hestbaki... það er grenjandi rigning og leiðinlegt, tókum nokkra hringi í gerðinu en gerðum lítið annað, lónseruðum bæði Þokkadís og Gjafari en gerðum svo ekkert meira..:) en jáhh það er bara gaman skal ég segja ykkur:P hehe:) en jáhh.. hvað segiði annars, hehe alltof langt síðan ég bloggaði síðast, maður verður að fara að vera duglegri í þessu maður er bara liggur við dottin úr æfingu:O hehe:) En jáhh... ég er eins og þið vitið að vinna í Samkaup úrval, en verð ekki að vinna þar í sumar, verð þá að vinna uppá sjúkrahúsinu mínum " versta óvini" hehe hef lent á sjúkrahúsið og það finnst mér ekkert svo gaman hehe:P djók, en jáhh ég er komin með vinnu þar í sumar, í ræstingum:) semsagt verð að skúra þar alveg á fullu og svona skemmtileg heit:D bara gaman:). En já það er ekkert svo mikið að segja eins og er, er bara að reyna að slappa af núna áður en ég fer að vinna, fer að vinna kl 5 til 7:P
Ég held ég segi þetta bara gott í bili. Blogga bara meira í kveld eða á morgun:) veriði blessuð og enjoy:)
Kveðja.
Gerður Ósk