21.4.2009 | 21:41
Góða Kvöldið:)
Góða Kvöldið allir saman Hvað segiði gott í kveld?Það er mjög lítið að frétta af mér.Hef bara verið á fullu að undirbúa mig undir próf og vinna
sem er rosalega fínt sko
Svo á morgun er liðið hérna heima að fara á Andrés Andarleikana, og ég verð ein heima.. jeii...
Get nú ekki sagt það að mér finnist gaman að vera ein heima
Finnst það bara hundleiðinlegt... eins gott að Friðrik Bróðir verði duglegur hérna líka á kvöldin og svona svo maður verði ekki einum of einmanna!!! hehe
En jáhh þetta er fínt, maður hefur þá frið til að læra hehe , Maður verður að vera duglegur að læra, það fer að styttast í prófin... byrja 5-6 maí og það verður stuuuð.... er í stanslausum prófum og fæ hvað í mestalagi 2-3 daga pásu milli prófa og svo bara stanslaust.. það verður nó að læra
Það er bara fínt, vonandi að ég nái þessu bara:) sem ég ætla mér reyndar hehe
Svo er planið hjá mér að fara á Höfn eftir prófin, svona áður en maður byrjar í nýju vinnunni, semsagt uppá Sjúkrahúsi í ræstingunum
hehe.. þá ætla ég að taka langa helgi frí, ætla mér að fara á Höfn 27 eða 28 á Höfn og koma heim 31, fínt að kíkja á pabba gamla smá, og ætla mér að reyna að draga Friðrik bróðir með
það verður bara gaman sko
jájá.. þetta verður bara gaman.
En jáhh.. ég veit ekki hvað ég á að blogga hérna um meira.. það er svosem ekkert mikið að ske... Ég held ég segi þetta bara gott í bili
Enjoy
Endilega Commentið
Flokkur: Bílar og akstur | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.